skúli.annáll.is

AnnállGreinarPrédikanirSiglinganámskeiðSýnódurSöfnuður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Kölluð til ábyrgðar

19.32 16/7/06

Nýverið heyrði ég vitnað í ritstjóra stórs fréttamiðils sem lýsti hlutverki sínu sem svo að hann gengi um í stórri kjörbúð og veldi þar ofan í litla innkaupakerru sem hann hefði meðferðis. Vörurnar sem hann legði ofan í körfuna þyrftu að vera auðmeltar og nógu meðfærilegar til þess að komast þar fyrir en jafnfram það áberandi að tekið yrði eftir þeim. Þetta yfirfærði hann á fréttirnar sem hann velur úr þeim aragrúa mynda sem berast í gegnum gervihnetti frá öllum heimshornum.

Áfram…

Páskapredikun í snatri

22.52 10/4/04 + 139 ath.

Fékk upphringingu frá kollega um að messa fyrir hann á morgun. Fyrirvarinn lítill og margt annað sem bíður. Svona lítur páskapredikun út sem samin er í snatri:

Áfram…

Sunnudagsstólræðan: Hólskirkja í Bolungarvík

11.07 29/2/04 + 12 ath.

Predika í Bolungarvík núna á eftir. Nú gengur í garð eftirlætistíminn, fastan. Þetta er gósentíð fyrir predikara, mergjaðir textar sem leggja má út frá og tengja við samtíma og umhverfi messugesta.

Áfram…

Útför

20.19 28/2/04

Í dag jarðsöng ég Anton Proppé frá Mýrarkirkju í Dýrafirði.

Áfram…

Sunnudagsstólræðan: Núpskirkja í Dýrafirði

20.43 22/2/04

Predikaði í Núpskirkju í dag. Þetta er einn sögufrægasti staðurinn á Vestfjörðum. Þarna reisti séra Sigtryggur lýðháskóla í byrjun aldarinnar og plantaði að sama skapi fyrsta lystigarðinum á Íslandi – Skrúði – en skrúðgarðar landsins draga nafn sitt af honum. Í ævisögu Steins Steinars er nokkuð fjallað um Núp og sjálfur á ég góðar minningar frá dvöl þar frá því ég þjónaði á hér á Ísafirði. Predikunin bar þess merki. Reyndar predikaði ég út frá punktum en tengi þá hér saman í samfelldan texta.

Áfram…

Önnur siðbótarmessa!

22.46 10/2/04 + 1 ath.

Messa siðbótardaginn

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Eitt sinn fyrir nokkrum árum er ég kenndi við Grunnskóla Ísafjarðar sat ég fyrirlestur á starfsdegi kennara. Umræðuefnið var það sem á íslensku kallast “tvítyngi” barna og þarf vart að útskýra í smáatriðum merkingu þess fyrir nokkrum hér. Nefnilega það þegar börn lifa í tvenns konar málaumhverfi, tala eitt tungumál heima hjá sér og annað utan heimilis.

Áfram…

Þriggja mínútna aðventuhugleiðing

22.44 10/2/04

Jag önskar er alla ett gott och heligt advent.

Nu präglas vårt samhälle av längtan efter julen och förberedelsen för att ta emot vår herre Jesus Kristus. Med advent börjar också ett nytt år inom kyrkan. Den första söndagen i advent är den första dagen i kyrkoåret och då läser vi texten om det ner Kristus fördes in i den helliga staden Jerusalem på åsnan under invånarnas jubel:

Áfram…

Predikun á siðbótardegi

22.42 10/2/04

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Tókuð þið eftir listaverkinu utan á kirkjunni er þið genguð hér inn áðan? Það er ekki víst að þið hafið veitt því sérstaka athygli. Sjálfur hafði ég oft lagt leið mína hingað inn áður en ég fór að hugleiða myndina á veggnum. Kirkjur eru jafnan alsettar táknum og formum sem hafa einhverja merkingu og viðbúið er að mörg þeirra fari framhjá okkur.

Áfram…

Predikun 4. sunnudag í föstu

22.38 10/2/04

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Merkilegur þessi sólarhringur sem aðeins telur tuttuguogþrjár stundir. Þegar við vöknuðum í mogun þurftum við að færa vísinn fram um eina klukkustund rétt eins og við værum nýlent hér í Svíþjóð frá Íslandi. Þessi athöfn fær mig alltaf til þess að velta því fyrir mér hvað tíminn er nú afstæður og hvað stundirnar í lífinu geta verið misdýrmætar – já sumar hljóta þær þau örlög sem þessi hérna í morgun að eyðast upp á örskotsstundu og skilja ekkert eftir sig.

Áfram…

Hugleiðing í Stjórnsýsluhúsi

12.31 23/12/03 + 1 ath.

Í veikindaforföllum sóknarprestsins á Ísafirði var ég beðinn um að snara á blað nokkrum aðventuhugsunum. Afraksturinn var þessi:

Áfram…

Predikun 14.sd. e. trin

08.00 22/9/03 + 1 ath.

Í gær var “bless-í-bili” messan mín í Gautaborg. Þá er ég búinn að kveðja Lund, Stokkhólm (m.a.s. Umeaa líka!) og nú messugesti í Gautaborg. Textinn var Jóh. 5.1-15 (Lamaði maðurinn við Betesdalaug).

Áfram…

Dönsk predikun

09.21 9/12/02

Auðvitað talar maður um Ísland dulúðarinnar þegar maður er á annað borð presenteraður sem íslenskur prestur fyrir erlendan söfnuð.

Áfram…

“Prússneska” predikunin

21.45 4/12/02

Í kringum siðbótardaginn hlotnaðist mér sá heiður að predika við samkirkjulega guðsþjónustu mótmælendasafnaðanna níu í Gautaborg en hún er árlegur viðburður hér í kirkjustarfi í Gautaborg og fer jafnan fram í kirkju þýska safnaðarins hér . Kirkja þessi heitir eftir Kristínu Svíadrottningu sem afhenti þeim kirkjuna á því sögulega ári 1648. Vafalaust hafa Svíar getað fært þeim margt kirkjulegra muna til að prýða helgidóminn með en þeir höfðu áratugina á undan gert víðreist um Evrópu og munu frásagnir af heimsóknum þeirra á heimili í S-Þýskalandi enn lifa í bænum og sálmum heimamanna: “Bet, Kindchen bet. Morgen kommt der Schwed”. Mér var ekki einasta upplálagt að leggja út af orðum Krists í Matt. 16.1-4: “Útlit loftsins kunnið þér að ráða, en ekki tákn tímanna. Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn en henni verður eigi annað tákn gefið en tákn Jónasar” heldur þurfti ég einnig að tala um náttúrvernd og sjálbæra þróun. Útkoman varð þessi: Áfram…

Meyjarnar tíu

20.43 4/12/02

Það er víst við hæfi að síðasta predikun sem ég las upp af blaði birtist hér. Á sunnudaginn var predikaði ég í Lundi en þá talaði ég út frá punktum sem ég hripaði niður skömmu fyrir messuna. Á erfitt með að skrifa predikanir fyrir söfnuð em ég er ekki vanur að predika fyrir og er ekki vanur að heyra mig predika. Betra að hafa það sveigjanlegt í slíkum tilvikum. En svona lítur nú útlegging mín á hinu þekkta guðspjalli um meyjarnar tíu: Áfram…

·

© skúli.annáll.is · Færslur · Ummæli