skúli.annáll.is

AnnállGreinarPrédikanirSiglinganámskeiðSýnódurSöfnuður

« Sökudólgar · Heim · HM-messa »

Haldið með

Skúli @ 15.14 4/7/06

Það eykur óneitanlega á gleðina að halda með einhverju liði á HM.

Íslendingar sem aldrei hafa komist í úrslitakeppni þurfa að finna ýmsar aðferðir til að velja eftirlætisland:

  • Fagurfræði – Brasilíumenn hafa til skamms tíma eignast marga aðdáendur vegna þessa. Nú upp á síðkastið hafa Þjóðverjar sótt heldur í sig veðrið hvað þennan lið varðar sem hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar.
  • Samúðarfylgi- Fátæk ríki, fámenn og nýliðar eiga alltaf sína stuðningsmenn. Þjóðarsálin finnur þar samhljóm.
  • Skyldleiki – Norðurlandaþjóðir geta alltaf gengið að fylgi vísu hérlendis. Það náði auðvitað hámarki 1986 í Mexíkó.
  • Enski boltinn – England á þrátt fyrir allt dyggan aðdáendahóp á Íslandi.

Sjálfur hef ég haldið með:

  • Tógó
  • Svíþjóð
  • Hollandi
  • Englandi
  • Og nú Þýskalandi.

Mér reiknast svo til að þarna séu komnar allar ástæðurnar. Þjóðverjar eiga stuðning minn þó ekki síður út frá samúðinni. Fréttaflutningur af nýtilkominni samheldni þjóðarinnar sem rekja má til HM virðist hafa hitt mig í hjartastað!

Ég græt það þó ekki þótt Ítalir sigri þá í dag – eða Portúgal/Frakkland í úrslitunum. Svo hvikull aðdáandi sem ég er grætur ekki með sínu liði – hvorki af gleði né sorg!

url: http://skuli.annall.is/2006-07-04/15.14.14/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 4/7/2006 17.09

Þetta eru ágæt rök og þú nefnir flest liðin sem ég hef haldið með í keppninni líka. Hef þó ekki verið sérstaklega svag fyrir Englendingum (þótt ég hafi haldið með þeim gegn Portúgal) og hélt staðfastlega með Frökkum gegn Brasilíu og mun gera það enn um sinn, a.m.k. fram í úrslitaleikinn.

Carlos @ 4/7/2006 22.19

Þetta var rosalegt að horfa upp á, ítalskt mark þarna í lokin, og svo annað. En *hvílíkur* leikur.

Ég hef alltaf haldið með KSC (heimalið mitt í Þýskalandi), þá þýska landsliðinu og loks Tottenham. Örlög mín í þessum málum réðust fyrir 10 ára aldur.

Skúli @ 4/7/2006 22.36

Þetta var einhver besti leikur sem ég hef séð í langan tíma. Fótbolti er list!

Lokað er fyrir athugasemdir.

© skúli.annáll.is · Færslur · Ummæli