skúli.annáll.is

AnnállGreinarPrédikanirSiglinganámskeiðSýnódurSöfnuður

« Óshíðin 2006 · Heim · Meðalvegur »

Fótbolti og hlaup

Skúli @ 13.51 30/6/06

Hlaupurum er oftast illa við fótbolta. Skýringin er líklega sú að geta menn meitt sig meira á 90 mínútum í fótbolta en á áratugs hlaupaferli.

Þetta kemur vel fram í tímasetningu Óshlíðarhlaupsins; Mæting kl. 13:30 í rútuna, ræs kl. 14:00 (geri ég ráð fyrir) og svo má gera ráð fyrir að hópurinn skili sér í mark á bilinu 15:30 til 16:15.

Maður nær þá vonandi blálokunum af leiknum. Ef eitthvað verður til þess að hvetja mig áfram verður það vonin að ná meira af boltanum.

Alvöru hlauparar hanga hins vegar niðri á torgi þar til búið er að afhenda verðlaun.

Svo verður gott að geta slakað á yfir seinni leiknum á morgun eftir allt erfiðið.

En af hverju gat þetta ekki byrjað um morguninn?

url: http://skuli.annall.is/2006-06-30/13.51.40/

© skúli.annáll.is · Færslur · Ummæli