skúli.annáll.is

AnnállGreinarPrédikanirSiglinganámskeiðSýnódurSöfnuður

« Stíflaðar athugasemdir · Heim · David og Frímann »

“Hvar liggja rætur ofsatrúar?” – í opinni dagskrá

Skúli @ 18.01 28/6/06

Einhverjir hafa haft það á orði við mig að þeir vildu tjá sig um pistilinn minn á trú.is.

Ég vísa því í hann hér og leyfi fólki að hafa skoðun á því sem þar er sagt. Síðar í vikunni loka ég svo á athugasemdir.

url: http://skuli.annall.is/2006-06-28/18.01.54/

Athugasemdir

Fjöldi 82, nýjasta neðst

Matti @ 28/6/2006 18.16

Ein spurning (vegna þess að ég er latur og nenni ekki að grafa það upp sjálfur)

Hver er þróunin í ofsatrú hér á landi? Hefur fækkað eða fjölgað í söfnuðum sem teljast ofsatrúar síðustu áratugi?

Mætti hugsanlega færa rök fyrir því að nýaldarbransinn taki frekar við “slíku fólki” hér á landi en t.d. í BNA?

ps. Ef einhverjar umræður skapast hér þætti mér rétt að vísa hingað frá trú.is, sem þjónusta við lesendur trú.is að sjálfsögðu :-)

Mér þætti líka vænt um að þú vísir til mín sem “einhverjir snillingar” en ekki bara “einhverjir”, mér finnst það hljóma betur :-P

Matti @ 28/6/2006 18.17

Gleymdi að spyrja líka

Hér nær hlutfall íbúa í þessum „öfgafullu“ söfnuðum vart einu prósenti

Hvaða söfnuðir falla undir þetta? Krossinn, Betel, Hvítasunnusöfnuðir?

Matti @ 28/6/2006 18.48

Svo ég svari sjálfum mér, tölur fyrir árið 1995, hlutfall í tilteknum söfnuðum.

Kirkja sjöunda d. Aðventista á Ísl. 0,25
Hvítasunnukirkjan á Íslandi 0,62
Sjónarhæðarsöfnuður 0,02
Vottar Jehóva 0,22
Krossinn 0,22
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu 0,06
Fríkirkjan Vegurinn 0,24
Íslenska Kristskirkjan 0,08
Boðunarkirkjan 0,03
Samfélag trúaðra 0,01
Betanía 0,05

Er eitthvað þarna sem ekki á heima á listanum?
Fengið af heimasíðu Hagstofu Íslands

Skúli S. Ólafsson @ 28/6/2006 19.20

Góðs spurning og gott að hún skuli koma fram. Ég setti gæsalappir utan um “öfgasöfnuði” vegna þess að ég er ekki viss um að neinir slíkir séu hérlendis. Dawkins sýndi okkur h.v. dæmi um slíka.

Jón Valur Jensson @ 28/6/2006 20.39

Þessar tölur frá 1995 eru löngu úreltar, enda ýmsir söfnuðir þarna í miklum vexti. Finnið nýrri tölur!

Árni Svanur @ 28/6/2006 21.18

Nýjustu tölur er hægt að sækja á vef Hagstofunnar.

Matti @ 28/6/2006 22.19

Ég biðst velvirðingar, þarna átti að standa 2005, ekki 1995 (úbbs)

Skúli @ 28/6/2006 22.52

Fletti til gamans upp hjá grönnum okkar Svíum.

Þar er sænska trúboðskirkjan, hvítasunnuhreyfingin og múslímsk trúfélög fjölmennust með 130 þús meðlimi hver. Frjáls trúfélög sem fá styrk frá ríkinu (SST) eru með 778 036 meðlimi. Sænska kirkjan var með 7 052 886 árið 2004. 42 prósent af þeim sem eru skráðir í frjáls trúfélög utan sænsku kirkjunnar eru innflytjendur eða með slíkan bakgrunn.

Þetta segir auðvitað ekkert um það að allir þessir meðlimir séu “öfgafullir”!!! En þetta er statistíkin hjá Svíum og samræmist hún okkar að mínu mati ágætlega okkar aðstæðum. Sjá: Hérna

Hvaðfá menn fyrir að vera í sænsku kirkjunni?

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 00.36

Það sem Dawkins gagnrýnir í sambandi við börn er ef ég skil hann rétt aðallega:

1. Að börn skuli vera sögð vera einhverrar trúar þegar þau hafa ekki getu til þess að aðhyllast trúarbrögðin, í stað þess að tala um “kristið börn” vill hann segja “barn sem á kristna foreldra”
2. Að barnatrúboð skuli vera stundað, þar sem börn hafa ekki getu til þess að verjast þessu.

Þú segir síðan:

Ef grannt er skoðað benda öll rök til þess að ef eitthvað samband sé þarna á milli þá sé það neikvætt. Allt bendir til þess að, öndvert við skoðanir Dawkins, leiði hófsöm trúariðkun og uppbyggilegt trúarlegt uppeldi síður til þess að fólk leiðist út í slíkar öfgar.

En einu gögnin sem þú kemur með eru Bandaríkin og Norðurlöndin. Valkvæmt val á gögnum, sem gerir þessa röksemdaræslu þína ómarktæka.

Trú er á niðurleið í allri Evrópu og í mörgum (ef ekki flestum) er aðskilnaður. Og í mörgum löndum utan Evrópu þar sem er aðskilnaður er “öfgatrú” ekki að blómstra.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 00.58

Síðan gengur þetta “aðskilnaður = trú verður markaðsvara” varla upp, því hér á landi er vissulega trúfélagsmarkaður. Ansi mikið á honum að græða, 8.500 kr á ári fyrir eina sál!

Matti @ 29/6/2006 01.02

Vefslóð sett inn í texta: <a rel=”nofollow” href=”http://www.orvitinn.com”>Örvitinn</a>

Matti @ 29/6/2006 01.03

n.b. rel=”nofollow” má sleppa, kerfið þitt bætti því sjálfkrafa inn svo leitarvélar myndu ekki elta vísunina.

Matti @ 29/6/2006 01.11

g setti gæsalappir utan um “öfgasöfnuði” vegna þess að ég er ekki viss um að neinir slíkir séu hérlendis.

Mér finnst persónulega að strax megi kalla söfnuð öfgasöfnuð ef þar er t.d. prédikað gegn a)þróunarkenningunni og b) samkynhneigðum. Fleira má eflaust telja til.

Skúli @ 29/6/2006 07.49

En einu gögnin sem þú kemur með eru Bandaríkin og Norðurlöndin. Valkvæmt val á gögnum, sem gerir þessa röksemdaræslu þína ómarktæka.

Ég er ekki viss um að sönnunarbyrðin hvíli á mér í þessu sambandi og val mitt á dæmum snertir á kjarna kenningar hans. Norðurlöndin ættu satt að segja að vera það fyrsta sem raunvísindamaðurinn kannar áður en hann heldur fram þessari skoðun sinni opinberlega. Eins og ég segi:

samkvæmt kenningum Dawkins ættu því að vera hér, þvert á alla raun, fjölmennir og háværir söfnuðir og hópar ofsatrúarmanna.

Ef hófsöm trú leiðir til öfgatrúar af hverju eru hlutföllin þá svona á Norðurlöndum?
En það er gott þú skulir nefna hér valkvæð dæmi því umfjöllun RD byggir öll á slíkri heimildanotkun. Hann hampar öfgunum og undantekningunum og fellir allt undir þann hatt.

Ekki satt?

Óli Gneisti @ 29/6/2006 10.52

Skúli virðist reyndar hafa misst af því að Dawkins sjálfur var á því áliti að ríkiskirkjufyrirkomulag væri gott til að koma í veg fyrir ofsatrú. Ég held hins vegar að ég hafi náð að snúa honum aðeins af þeirri braut þegar ég sagði honum frá heimsóknum ríkiskirkjupresta hér á landi á leikskóla.

Matti @ 29/6/2006 10.55

Þetta er rétt sem Óli nefnir hér, Dawkins nefndi þetta í Kastljósviðtalinu minnir mig. A.m.k. kom hann inn á þetta í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni.

En Bandarískir ráðstefnugestir bentu Dawkins á að í raun væri ekki sá aðskilnaður ríkis og kirkju sem af er látið þar í landi.

Matti @ 29/6/2006 10.57

En getum við, umræðunnar vegna, reynt að fá það á hreint hvað Skúli skilgreinir sem öfgasöfnuð, í ljósi orða hans um að hann sé ekki viss um að nokkrir slíkir séu hér á landi.

Þessi umræða er ansi tilgangslaus ef menn eru ósammála um slíkt grundvallaratriði.

Skúli @ 29/6/2006 11.14

Þetta er fróðlegt. Er Dawkins sáttur við það fyrirkomulag sem hér er þrátt fyrir allt. Af hverju heldur hann þá á sama tíma á lofti þeirri gagnrýni á hófsama guðfræðinga sem hann gerir?

Reyndar segir hann í þáttunum að slíkir menn svíki bæði skynsemi og trú en það er önnur saga sem við getum rætt við önnur tækifæri. Mér finnst þetta hins vegar allt hið undarlegasta. Við þetta er að bæta að Dawkins lýsir því yfir að “hugsjónin” um trúlaust samfélag er utan seilingar að hans mati svo þetta ætti í raun að vera enn meira ásættanlegt fyrst hann lítur á trúarbrögðin sem óumflýjanlega staðreynd.

En ég skal svp – umræðunnar vegna – samþykkja skilgreiningu Matta á öfgatrú. Hitt má þó ljóst vera að dæmin sem Dawkins dró upp í þáttunum voru miklu svænsnari en þetta. Hérlendis sýna dæmin ótvírætt að langflestir taka þróunarkenningunni með opnum huga og samkynhneigðir hafa fengið gríðarlegar réttarbætur undanfarið sem mikil sátt virðist ríkja um í samfélaginu.

skuli @ 29/6/2006 11.17

Ágreiningur innan kirkjunnar um hjúskap samkynhneigðra hefur verið allnokkur en hann hefur að mestu leyti snúist um sjálft ritúalið. Hér hefur enginn maður sagt (eða þorað að segja) neitt slæmt um samkynhneigða!

Er það ykkar mat að öfgatrú sé áberandi hér á landi? Ef svo er – hvað væru þá eðlilegt hlutfall?

Skúli @ 29/6/2006 11.23

Ég held hins vegar að ég hafi náð að snúa honum aðeins af þeirri braut þegar ég sagði honum frá heimsóknum ríkiskirkjupresta hér á landi á leikskóla.

Ef rétt er að slíkar reglulegar heimsóknir séu stundaðar víðast hvar hérlendis (þó ekki þar sem ég þekki til) liggur í augum uppi að þær hafa ekki haft meiri áhrif en raun ber vitni.

LOL Kannske hefur blessaður karlinn verið á réttri braut þrátt fyrir allt þegar öfgasinnar úr hans eigin röðum tóku að rugla hann í ríminu! ;>)

Matti @ 29/6/2006 11.23

Þetta er fróðlegt. Er Dawkins sáttur við það fyrirkomulag sem hér er þrátt fyrir allt. Af hverju heldur hann þá á sama tíma á lofti þeirri gagnrýni á hófsama guðfræðinga sem hann gerir?

Dawkins veltir því fyrir sér hvort það ástæða sinnuleysis norður evrópubúa (flestra) varðandi trúmál sé vegna tengsla ríkis og kirkju, hann bar þetta saman við Bandaríkin til samanburðar. Þar með er ekki sagt að hann sé sáttur við ástandið hér, hann spyr spurninga.

Á ráðstefnunni var bent á að t.d. í Frakklandi er aðskilnaður ríkis og kirkju en samt er staðan þar ekki eins og í Bandaríkjunum. Fleiri dæmi hafa verið nefnd til sögunnar. Auk þess bentu Bandaríkjamennirnir á að kirkjur í Bandaríkjunum hafa ætíð var áhrifamiklar í litlum samfélögum og að aðskilnaður milli ríkis og kirkju er meira í orði en á borði þar í landi.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 11.32

Ef rétt er að slíkar reglulegar heimsóknir séu stundaðar víðast hvar hérlendis (þó ekki þar sem ég þekki til) liggur í augum uppi að þær hafa ekki haft meiri áhrif en raun ber vitni.

Einsog ég hef sagt áður í einhverri færslunni sem þú lokaðir fyrir þá hafa þessar heimsóknir ekki enn haft tækifæri til þess að hafa áhrif enda nýbyrjaðar.

En mér sýnist þú voða lítið hafa verið að hlusta á það sem Dawkins sagði ef orð þína koma þér svona á óvart, giska að þú heyrir bara það sem þú vilt heyra.

Skúli @ 29/6/2006 12.26

Aðskilnaðurinn í BNA er pólitískur (þ.e. í stjórnarskrá) en líkl. vegna þess að þar hefur engin tiltekin (og frjálslynd) kirkjudeild þróast samhliða menningunni hafa málin farið í þann farveg sem nú er. Því er öfugt farið í Frakklandi sem gekk pólitískt undir aðskilnað 1905 en menningarlega hafa samskipti frjálslyndrar kaþólskrar kirkju (sem hún er í Frans) og samfélagsins verið sterkari.

Einsog ég hef sagt áður í einhverri færslunni sem þú lokaðir fyrir þá hafa þessar heimsóknir ekki enn haft tækifæri til þess að hafa áhrif enda nýbyrjaðar.

Þekkirðu mörg dæmi um reglulegar (vikulegar e.þ.h.) heimsóknir prests í leikskóla hérlendis? Ef ekki – ertu þá ekki að alhæfa út frá frávikum? Sagðirðu Dawkins allan sannleikann?

Skúli @ 29/6/2006 12.31

Dawkins veltir því fyrir sér hvort það ástæða sinnuleysis norður evrópubúa (flestra) varðandi trúmál sé vegna tengsla ríkis og kirkju, hann bar þetta saman við Bandaríkin til samanburðar. Þar með er ekki sagt að hann sé sáttur við ástandið hér, hann spyr spurninga.

Gott að Dawkins spyr spurninga. En með vísan til þessi sem Óli sagði áðan (og mun vonandi segja mér betur um seinna) er ég ekki viss um að hann hafi fengið rétt svör.

Við höfum rætt skilgreiningar á ofsatrú. Eitt einkenni hennar er blinda – ekki satt?

Matti @ 29/6/2006 12.51

er ég ekki viss um að hann hafi fengið rétt svör.

Ég hef bent þér á að Bandaríkjamennirnir á ráðstefnunni voru ekki sammála honum, þeir bentu á að sterk tengsl eru á milli ríkis og kirkju í Bandaríkjunum og hafa lengi verið. Ég geri ráð fyrir að þessir Bandaríkjamenn þekki málið betur en við hér.

Við höfum rætt skilgreiningar á ofsatrú. Eitt einkenni hennar er blinda – ekki satt?

Mér finnst blinda of loðið hugtak svo hægt sé að nota hana til að skilgreina annað hugtak.

Skúli @ 29/6/2006 13.53

Ég vísa til svaranna sem Óli kann að hafa gefið honum. Ég er enn að brjóta heilann um þessa kenningu Dawkins að upp úr hófseminni spretti öfgarnar. Þegar ég heyri að hann sé forvitinn að heyra af okkar (relatíft) upplýsta og frjálslynda samfélagi leikur mér forvitni á að vita hvaða svör hann hefur fengið við spurningum sínum.

Óli gat þess áðan að hann hefði sagt Dawkins frá “leikskólaprestum” og þá vænti ég þess að hann hafi heimildir fyrir því að á leikskólum landsins tíðkist það að prestar komi ca. vikulega í heimsókn með boðskap sinn.

Varla hefur hann svarað almennri spurningu um fyrirkomulag trúmála í einu landi með vísan til öfárra tilvika sem með réttu ættu að teljast undantekning frá reglunni frekar en reglan sjálf.

Mér kemur ekki á óvart að upplýstur gesturinn hafi spurt en með vísan til margtéðrar kenningar hans velti ég því fyrir mér hvernig svörin hafa verið.

Í því sambandi kom þessi aths. um blinduna.

Matti @ 29/6/2006 14.09

ég er enn að brjóta heilann um þessa kenningu Dawkins að upp úr hófseminni spretti öfgarnar.

Hófsama trúin kennir fólki að trúa einhverju án raka eða sannana. Þegar fólk hefur tamið sér slíkan þankagang er auðveldara fyrir það að hella sér í öfgatrúna. Ég held að í einfaldaðri mynd sé þetta akkúrat kjarninn í því sem Dawkins er að segja. Annars verður þú bara að bíða eftir bókinni hans.

Um þetta höfum við ótal dæmi Skúli.

Varðan söfnuði, þá finnst mér nauðsynlegt að það komi fram að vissulega eru öfgaelement innan þjóðkirkjunnar. Tilheyra KSS ekki annars Þjóðkirkjunni? Ég man að á spjallborði þeirra voru ansi öfgafullar trúarskoðanir í gangi fyrir einu eða tveimur árum.

Það er engin trygging fyrir hófsamri trú þó einstaklingur sé meðlimur í Þjóðkirkju.

Matti @ 29/6/2006 14.13

Óli gat þess áðan að hann hefði sagt Dawkins frá “leikskólaprestum” og þá vænti ég þess að hann hafi heimildir fyrir því að á leikskólum landsins tíðkist það að prestar komi ca. vikulega í heimsókn með boðskap sinn.

þetta er skrítin röksemdarfærsla Skúli. Þú veist alveg hvað við eigum með þegar við ræðum leikskólaprest og þú hefur engan rétt til að gefa þér þá forsendu að Óli hafi ekki sagt rétt og heiðarlega frá þeirri starfsemi.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 14.39

Skúli, er þetta í alvörunni þitt eðli? Að ætla mönnum endalaust að þeir ljúgi? Það er til upptaka af því þegar ég segi frá þessu, þar segi ég að þjóðkirkjan sé að reyna að koma sér inn á leikskólana. Það er nógu sjúkt í sjálfu sér án þess að ég þurfi að ýkja það.

Skúli @ 29/6/2006 15.14

Þið þurfið ekki að útskýra fyrir mér tilgátuna. Ég þekki hana og hef oft útlistað meðal annars í pistlinum sem hér hefur verið opnað fyrir til umræðu.

Eins og nú hefur fram komið í samræðum okkar hefur Dawkins brotið heilann um sama atriði og ég sem með réttu má kalla veilu í þessum málflutningi. Það þykir mér mjög merkilegt og nú les ég að heimildarmaður hans, Óli Gneisti, hafi tjáð honum – aðspurður um þessa þverstæðu – að málunum væri ekki svo háttað á Íslandi að hér væri hófsöm þjóðkirkja, sbr.

held hins vegar að ég hafi náð að snúa honum aðeins af þeirri braut þegar ég sagði honum frá heimsóknum ríkiskirkjupresta hér á landi á leikskóla.

Óli semsé “snýr honum aðeins af þeirri braut” með því að segja honum frá “heimsóknum ríkiskirkjupresta hér á landi á leikskóla”.

Heimildir mínar um “leikskólapresta” hef ég einmitt frá örvitanum.com. Ég þekki satt að segja ekki önnur dæmi um slíkar reglulegar heimsóknir.

skúli @ 29/6/2006 15.23

Hvernig má það vera að eitt einstakt dæmi um “leikskólaprest” hafið snúið hinum leitandi fræðimanni af réttri braut?

Nú set ég þetta upp svo einfalt og skýrt sem auðið er:

1. Hófsöm trú læðir að þeirri ranghugmynd að fólki að æskilegt sé að aðhyllast skoðanir á ófullnægjandi forsenum (kenning Dawkins)
2. Á Norðurlöndum hefur verið hófsöm og frjálslynd kirkja með langstærstan meirihluta íbúanna innan sinna vébanda. Þessi kirkja hefur stundað margvíslega og fjölbreytta starfsemi.
3. Í ljósi #1 því ættu að vera hér fjölmennir hópar öfgafólks í trúmálum.

Mín kenning er hins vegar þessi:

1. Hófsöm trú er raunverulegt mótvægi við ofsatrú.
2. Á Norðurlöndum hefur verið hófsöm og frjálslynd kirkja með langstærstan meirihluta íbúanna innan sinna vébanda. Þessi kirkja hefur stundað margvíslega og fjölbreytta starfsemi.
3. Árhif öfgafullra safnaða eru í lágmarki í þessum löndum og hverfandi lítil miðað við það sem gerist t.d. á þeim menningarsvæðum sem Dawkins sjálfur leitar að dæmum í þáttum sínum.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.24

Þjóðkirkjan er að reyna að komast inn á leikskólana:

“Sóknir og stofnanir Þjóðkirkjunnar eigi samstarf við leikskóla/skóla um heimsóknir og fræðslu, sálgæslu, áfallahjálp og kærleiksþjónustu.”

Ef þú hefur hlustað á Dawkins þá áttar þú þig á að hann virkilega þolir svona ekki hegðun hjá trúmönnum. Leikskólinn er náttúrulega bara sjúkasta einkennið, grunnskólatrúboð (kristniboð er orðið sem sr. Bolli notar allavega um sitt starf) er líka slæmt.

Ég er ekki að afvegaleiða manninn heldur fræða hann. Þjóðkirkjan er að nota forréttindastöðu sína til þess að koma trúarvírusinum (svo ég noti orðfæri Dawkins) inn á börn. Það er ekki hófsóm þjóðkirkja sem gerir slíkt heldur eru það siðblindingjar sem gera slíkt.

En hvert er þitt álit á leikskólaprestum?

skúli @ 29/6/2006 15.28

Já, ég þekki hugmyndir Dawkins um barnastarf trúfélaga. Ég hef raunar oft vísað í það og aftur og enn Óli minn furða ég mig á þeim fordómum sem þú sýnir í þessari umræðu. Minnir ég hafi séð einhvern pistil í Blaðinu um ykkur vantrúarpilta – þú virðist leggja þig fram um að uppfylla þau skilyrði sem þar eru nefnd.

Einmitt í ljósi þess hvaða hugmyndir Dawkins hefur í þessum efnum óska ég eftir svari við þessari spurningu:

Þekkirðu mörg dæmi um reglulegar (vikulegar e.þ.h.) heimsóknir prests í leikskóla hérlendis? Ef ekki – ertu þá ekki að alhæfa út frá frávikum? Sagðirðu Dawkins allan sannleikann?

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.29

3. Í ljósi #1 því ættu að vera hér fjölmennir hópar öfgafólks í trúmálum.

Þetta er röng fullyrðing. Við gætum sagt að samkvæmt Dawkins þá ættu Íslendingar að vera á þeirri línu að það sé allt í lagi að trúa einhverju án sannanna. Það á við um Íslendinga, þeir hópast til miðla og skottulækna. Ég held að ég hafi áður bent þér á þetta.

Það er ekki heldur nein nauðhyggja í tilgátu Dawkins um að þetta þurfi að leiða til öfgatrúar heldur að það geti leitt til öfgatrúar.

Grunnhugmyndin er samt einfaldlega sú að það sé rangt að kenna börnum að það sé allt í lagi að trúa einhverju án sannanna.

skúli @ 29/6/2006 15.30

Ég hef áður látið skoðun mína í ljós í þeim málum. Ég vil fá fólkið inn í kirkjuna og vil alls ekki að söfnuðirnir valdi þeim hugarangri sem setja sig á móti slíkri hegðun. Það er hins vegar reginmunur á því að heimsækja leikskóla endrum og eins og því að halda þar úti reglulegri starfsemi. En þetta skiptir í raun engu máli í þessu sambandi. Við erum að ræða hugmyndir Dawkins og umræða þessi er sett fram að ykkar frumkvæði. Ég finnst ekkert nýtt hafa komið þar fram nema hugsanlega það að þú hafir leitt vísindamanninn á villigötur með misvísandi upplýsingum um starfsemi íslenskra safnaða.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.32

Skúli, ég sagði þér hvað ég sagði Dawkins. Það var ekki nema ein setning, þjóðkirkjan er að reyna að komast inn á leikskólana sbr. tilvitnuninni minni að ofan. Ég fór ekki í smáatriði.

Þarf maður að endurtaka allt?

Ég endurtek spurningu mína til þín um leikskólapresta. Hvað finnst þér um þá?

skúli @ 29/6/2006 15.33

Nei, Dawkins gengur lengra. Hann segir raunverulega að hófsamir kristnir menn beri ábyrgð á framgangi þeirra öfgafullu. Þá hélt ég að við hefðum – samræðunnar vegna – komið okkur saman um skilgreiningu á hvað átt er við með öfgafullum söfnuðum.

Andlegi iðnaðurinn hefur ekkert með þetta að gera!

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.35

nema hugsanlega það að þú hafir leitt vísindamanninn á villigötur með misvísandi upplýsingum um starfsemi íslenskra safnaða.

Er það ósatt segja að þjóðkirkjan sé að reyna að koma sér inn á leikskóla? Er það ekki nákvæmlega það sem stendur í Fræðslustefnu þjóðkirkjunnar?

Mér þykir þú óheiðarlegur Skúli.

skúli @ 29/6/2006 15.36

Samkvæmt þínum orðum höfðu upplýsingar þínar áhrif á hann. Þú segist einhvers staðar hafa skríkt eins og smástelpa í kringum goðið. Þú hefur kannske ekki verið með sjálfum þér Óli.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.36

Andlegi iðnaðurinn hefur ekkert með þetta að gera!

Ó jú, víst Skúli, þetta er allt af sama meiði. Þú ert í sama bransa og miðlarnir.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.38

Mér sýnist Dawkins hafa haft meiri áhrif á þig en mig Skúli, þú virðist vera í uppnámi. Er trúin völt?

Ég endurtek að það er til upptaka af því þegar ég segi frá því að þjóðkirkjan sé að reyna að koma sér inn á leikskóla. Þú getur keypt dvd disk með ráðstefnunni þegar hann kemur út.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.41

Ég sagðist hafa verið “kátur sem skólastelpa” og það átti verið um alla ráðstefnuna en ekki bara Dawkins. Reyndu að vitna rétt í mig.

skúli @ 29/6/2006 15.41

Jæja, kæri vin, ef þú vilt blanda andlega iðnaðnum inn í þetta þá ertu að færa umræðuna á aðrar brautir en hún hefur verið á.

Ég lít þá svo á að við séum sammála um að þessi tengsl á milli hófsamrar kirkju og öfgasafnaða eins og Dawkins leggur þau upp séu röng. Kannske hef ég misskilið og málið er allt ein stór sápukúla. En ef svo er – af hverju leiðréttuð þið mig þá ekki strax í byrjun.

En skoðum þá andlega iðnaðinn (ef þér er sama þótt ég noti það orð). Er hann algengari í þeim löndum þar sem hófsöm kirkja hefur verið við lýði eins og t.d. á Norðurlöndum?

skúli @ 29/6/2006 15.43

Mér finnst ég hafa unnið mér inn frítt eintak af þessum diski – áritað af ykkur félögunum. :)

En aftur að andlega iðnaðnum. Fyrst öfgafullir kristnir söfnuðir eru ekki algengari hér en gengur og gerist. Hvað þá með heilarana, miðlana og þá alla? eru þeir fjölmennari á Norðurlöndum en t.d. vestanhafs?

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.47

Ég hef nú satt best að segja engar tölur um þetta við hendina, svona er að vera hættur á Bókhlöðunni. Ég var bara að benda á miðlana sem dæmi um trú án sönnunar og það er það sem þið predkið að sé göfugt.

Óli Gneisti @ 29/6/2006 15.48

Ef ég fæ Biblíu áritaða af höfundinum þá skal ég láta þig fá dvd-disk.

skúli @ 29/6/2006 15.49

Jamm, það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að nefna þá stétt til sögunnar – en mér finnst aftur sem við þurfum að hafa eitthvað til að benda á ef þetta á nú líka að vera okkur hófsemdarfólkinu að kenna. :)

skúli @ 29/6/2006 15.50

Góður :D

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 18.53

Eins og Óli hefur bent á þá leiðir 3. ekki af 1. í umfjöllun þinni um kenningu Dawkins. Það að trú sé dyggð veldur því ekki sjálfkrafa að fólk verði bókstafstrúar, en það getur auðveldað það.

Ég held að engum félagsfræðingi myndi detta í hug að búa til svona einfalt orsakasamhengi.

Ég væri gjarnan til í að sjá nákvæmari útlistun á þinni kenningu: “1. Hófsöm trú er raunverulegt mótvægi við ofsatrú.” og hvernig þý þykist sjá þetta í samfélögum heimsins.

Síðan verðurðu eiginlega að fara að skilgreina hvað þú átt eiginlega við með “hófsöm trú” og “ofsatrú”.

skúli @ 29/6/2006 19.02

Hjalti þessi athugasemd þín er til marks um það hve ótrúleg tímaeyðlsa það er að karpa við ykkur drengina. Engan skyldi undra það að ég skuli hafa dregið mig út úr þessari vitleysu.

Eins og Óli hefur bent á þá leiðir 3. ekki af 1. í umfjöllun þinni um kenningu Dawkins. Það að trú sé dyggð veldur því ekki sjálfkrafa að fólk verði bókstafstrúar, en það getur auðveldað það.

Ef sú væri skoðun mín að eitt leiddi sjálfkrafa af öðru væri ég sjálfur talandi dæmi um ofsatrúarmann – en skv. Dawkins auðveldar hún það og innlegg mitt gengur einmitt út á það að sýna að dæmin virðist ekki staðfesta þá ályktun. Við Matti gengum frá þessu með ofsatrúna og nægir að skoða þáttinn hans Dawkins til þess að sjá dæmi um slíkt.

Þetta er hlægilegt. Þið komið hér hver af öðrum með sömu innleggin aftur og aftur – útúrsnúninga og alls kyns hártoganir. Nú síðast dró Óli rækilega til baka og fór að blanda andlega iðnaðnum inn í þetta – út í loftið að því er virðist.

Matti @ 29/6/2006 20.06

Skúli, óskaplega hefur Dawkins stuðað þig, þú ert ekki sjálfum þér líkur. Hvað er að ske?

Þú hefur allt á hornum þér, gerir mönnum upp skoðanir og kvartar svo undan ómálefnaleika þar sem enginn er.

Ég varð ekki var við að við hefðum klárað ofsatrúna, sé satt að segja ekkert svar frá þér við síðasta innleggi mínu um það mál.

Varðan söfnuði, þá finnst mér nauðsynlegt að það komi fram að vissulega eru öfgaelement innan þjóðkirkjunnar. Tilheyra KSS ekki annars Þjóðkirkjunni? Ég man að á spjallborði þeirra voru ansi öfgafullar trúarskoðanir í gangi fyrir einu eða tveimur árum.

Ég tel semsagt að innan Þjóðkirkjunnar séu líka öfgatrúmenn.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 20.19

Skúli, ég var einungis að benda á að þú dróst upp ofureinfaldaða (og líklega ranga) mynd af því sem Dawkins hélt fram. Ég var ekki að halda því fram að það væri skoðun þín, heldur sú mynd sem þú dróst upp af Dawkins.

Síðan held ég að þú þurfir að gera greinarmun á “hófsamri trú” og “ríkiskirkjufyrirkomulag”.

Dæmin þín hafa alls ekki sýnt fram á að “hófsöm trú” (hvað svo sem það er) sé mótvægi við “ofsatrú” (hvað svo sem það er). Ef þú átt viða að skilgreiningin á ofsatrú sé sú að þar sé predikað gegn þróun eða samkynhneigð, þá held ég að það sé of breið skilgreining.

Skúli @ 29/6/2006 21.11

Ég er búinn að afgreiða þetta fyrir mína parta og furða mig á því hversu langt þið gangið í hártogunum og endurtekningum.

Matti skilgreindi fyrirbærið “öfgamenn” og ég gúderaði það – “samræðunnar vegna”. Ef Hjalti er ósáttur við hana þá á hann það við Matta.

Skiptingin hófsöm/öfgatrú er upphaflega frá Dawkins fengin enda byggja jú skrif mín á staðhæfingum hans um þessa hópa.

Ég hef aðeins bent á það að í samfélagi Norðulanda ríkir mun meira frjálslyndi í trúmálum en víðast hvar annars staðar. Ég hef hvergi útilokað að til séu jaðarhópar sem aðhyllast bókstaflegan skilning á ritningunni og skil ekki hverju það breytir því að tína til einhver dæmi um einhverja slíka.

Þið virðist kjósa að fjarlægjast kjarna málsins með hártogunum og morfís-retorík. Það ætti að vera ljóst hvað það er sem ég furða mig á nú þegar komið er frá á 55 athugasemd og ég fæ ekkert nýtt að lesa frá ykkur.

Þrír vantrúarseggir og ekkert bitastætt!

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 21.36

Ég hef aðeins bent á það að í samfélagi Norðulanda ríkir mun meira frjálslyndi í trúmálum en víðast hvar annars staðar.

Þetta hefurðu einmitt ekki gert. Þú hefur bent á að á Norðurlöndunum ríkir mun meira frjálslyndi í trúmálum en í Bandaríkjunum, sem eru algert undantekningartilviki í heiminum.

Ef “öfgamenn” eru meðal annars þeir sem predika gegn samkynhneigðum, þá flokkast kaþólska kirkjan sem öfgamenn. “Gúdderarðu” það?

Skúli @ 29/6/2006 22.26

Enn hlýt ég að hryggja mig á þessum málflutningi Hjalti því enn færumst við lengra frá kjarna málsins!

Svo heppilega vill til að skilgreiningin liggur nokkuð vel fyrir en hártogarar geta illa sætt sig við þá staðreynd – eða hvað Hjalti? Hvers vegna læturðu ekki nægja þann merkimiða sem Matti lagði til?

Skúli @ 29/6/2006 22.33

Mér finnst persónulega að strax megi kalla söfnuð öfgasöfnuð ef þar er t.d. prédikað gegn a)þróunarkenningunni og b) samkynhneigðum. Fleira má eflaust telja til.

Mér finnst fyrir mína parta ok. að styðjast við þennan víða skilning. Rómv. kaþólska kirkjan hefur t.a.m. innan sinna vébanda hópa sem tala gegn samkynhneigðum og hamrar gegn þróunarkenningunni. En auðvitað veistu það vel að sú er ekki reglan. Vinur ykkar Jón Gnarr, sá ágæti kaþólikki, er annnað vitni um hið gagnstæða!

Nei, Hjalti minn. Þið getið reynt að flækja málin að vild. Staðreyndin er engu að síður sú að menningarsvæði þetta veitir þveröfugan vitnisburð við kenningar Dawkins. Eitt og annað bendir til þess að sú staðreynd hafi jafnvel runnið upp fyrir honum er hann kom hingað…

Skúli @ 29/6/2006 22.36

Þá vaknar sú spurning, hvers vegna játa menn ekki að kenningin stangast á við veruleikann hérna? Er heimsmynd ykkar svo brothætt að þið þorið ekki að líta staðreyndirnar sem við blasa?

Sumir halda því fram að þið séuð eins og hvert annað kúlt sem túlkar og metur veruleikann út frá sínum eigin forsendum. Getur það verið skýringin á því hversu illa okkur gengur að komast eitthvað áfram í umræðunni?

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 22.44

Staðreyndin er engu að síður sú að menningarsvæði þetta veitir þveröfugan vitnisburð við kenningar Dawkins.

Nei, ekki endilega. Hann hefur aldrei sagt að það sé nauðsynlegt að af samfélagi þar sem trú (fullvissa án raka) er í hávegum höfð þurfi bókstafstrú að góssa, heldur að það hjálpi til.

En hvað hefurðu rökstutt þetta:

Ég hef aðeins bent á það að í samfélagi Norðulanda ríkir mun meira frjálslyndi í trúmálum en víðast hvar annars staðar.

Þú hefur einungis bent á Bandaríkin, en ekki minnst á önnur Evrópulönd eða lönd utan Evrópu.

Þá vaknar sú spurning, hvers vegna játa menn ekki að kenningin stangast á við veruleikann hérna?

Staðreyndin er sú að þín útgáfa af kenningu Dakwins stangast á við veruleikann.

Skúli @ 29/6/2006 22.49

En Hjalti minn ef við erum aðeins að ræða mína útgáfu hérna af hverju fæ ég ekki að heyra þína.

1. Hófsöm trú læðir að þeirri ranghugmynd að fólki að æskilegt sé að aðhyllast skoðanir á ófullnægjandi forsenum (kenning Dawkins)
2. Á Norðurlöndum hefur verið hófsöm og frjálslynd kirkja með langstærstan meirihluta íbúanna innan sinna vébanda. Þessi kirkja hefur stundað margvíslega og fjölbreytta starfsemi.
3. Í ljósi #1 því ættu að vera hér fjölmennir hópar öfgafólks í trúmálum.

Þetta er nokkuð skýrt að mínu mati. Kannske liggur vandinn í þessum orðum þínum um að eitthvað “hjálpi til” frekar en “leiði til”. Gott og vel og þá spyr ég: Er þessi “hjálp” sem hófsöm trú veitir á ferlinu til öfgatrúar svo lítil og veik að það tekur því ekki að tala um hana?

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 22.50

Í sambandi við öfgasöfnuði, er það þá rangt skilið hjá mér að það nægi að predika gegn samkynhneigðum til þess að flokkast sem öfgasöfnuður?

En í sambandi við öfgasöfnuði þá var ég að muna eftir því núna að Íslenska Kristskirkjan, sá ofur-öfgasöfnuður, er einmitt afsprengi Þjóðkirkjunnar, ætli svona félagsskapur gæti myndast út frá Vantrú?

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 22.53

Það væri ef til vill hægt að orða þetta á þann hátt að sú skoðun að trú(fullvissa án raka) sé dyggð sé nauðsynleg forsenda öfgatrúar en ekki endilega nægjanleg.

Skúli @ 29/6/2006 22.53

Þú hefur einungis bent á Bandaríkin, en ekki minnst á önnur Evrópulönd eða lönd utan Evrópu.

Þetta er reyndar ekki alls kostar rétt.

Aðskilnaðurinn í BNA er pólitískur (þ.e. í stjórnarskrá) en líkl. vegna þess að þar hefur engin tiltekin (og frjálslynd) kirkjudeild þróast samhliða menningunni hafa málin farið í þann farveg sem nú er. Því er öfugt farið í Frakklandi sem gekk pólitískt undir aðskilnað 1905 en menningarlega hafa samskipti frjálslyndrar kaþólskrar kirkju (sem hún er í Frans) og samfélagsins verið sterkari.

.

Skúli @ 29/6/2006 22.55

Í sambandi við öfgasöfnuði, er það þá rangt skilið hjá mér að það nægi að predika gegn samkynhneigðum til þess að flokkast sem öfgasöfnuður?

Ekki samkvæmt Matta:

Mér finnst persónulega að strax megi kalla söfnuð öfgasöfnuð ef þar er t.d. prédikað gegn a)þróunarkenningunni og b) samkynhneigðum. Fleira má eflaust telja til.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.02

Matti kom með Frakkland, enda er það land með aðskilnað ríkis og kirkju en samt er trú einnig hverfandi þar. Svo var ég að tala um að þú hafðir ekki komið með lönd til að styðja þessa staðhæfingu þína:

Ég hef aðeins bent á það að í samfélagi Norðulanda ríkir mun meira frjálslyndi í trúmálum en víðast hvar annars staðar.

Varla varstu að nefna Frakkland til þess að styðja þetta?

Síðan er þessi tilvitnun sem þú kemur með í þig ansi áhugaverð, þar er allt í einu aðskilnaður ekki aðalmálið, heldur “menningarleg samskipti” kirkju og samfélags.

Erum við þá sammála því að aðskilnaður skiptir engu máli í þessu sambandi?

Skúli @ 29/6/2006 23.02

Það væri ef til vill hægt að orða þetta á þann hátt að sú skoðun að trú(fullvissa án raka) sé dyggð sé nauðsynleg forsenda öfgatrúar en ekki endilega nægjanleg.

Já, þarna ertu kominn ískyggilega nálægt byrjunarreitnum ef ekki bara alveg á hann.

Skúli @ 29/6/2006 23.09

Gættu að því Hjalti að alhæfa ekki eins og þú gerir. Ef spurningin snýst um að skipta “öllu máli” eða “engu máli” ertu ekki vinna þínum málstað gagn. Ég vildi bara benda á það að söguleg tengsl frjálslyndrar rómv.kaþólskrar kirkju í Frakklandi og veraldlegs valds hafa sjálfsagt gert sitt til þess að þróunin hefur farið í þessa átt frekar en aðra.

Norðurlöndin eru t.a.m. ekki ein heild í þessu máli. Í Svíþjóð voru kirkja og ríki aðskilin árið 1999 – a.m.k. á viðamiklum sviðum.

En aftur að byrjuninni:

Það væri ef til vill hægt að orða þetta á þann hátt að sú skoðun að trú(fullvissa án raka) sé dyggð sé nauðsynleg forsenda öfgatrúar en ekki endilega nægjanleg.

Hún getur allt eins verið mótvægi við öfgatrú eins og dæmin sanna.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.12

Já, Óli sagði þetta áður:

Það er ekki heldur nein nauðhyggja í tilgátu Dawkins um að þetta þurfi að leiða til öfgatrúar heldur að það geti leitt til öfgatrúar.

Þú svaraðir þessu eingöngu svona:

Nei, Dawkins gengur lengra. Hann segir raunverulega að hófsamir kristnir menn beri ábyrgð á framgangi þeirra öfgafullu.

Og þeir bera ábyrgð ef þeir eru valdir að því að innræta í börn að trú(fullvissa án raka) sé góð. Þó svo að Dawkins telgi hófsama kristna menn bera ábyrgð, þá er ekki þar með sagt að það sé nauðhyggja.

Þetta svipar til þess að sá sem skrúfar ekki fyrir gasið á eldavélinni er ábyrgur fyrir sprengingunni, þó svo að það eitt og sér sé ekki nægjanlegt til þess að valda sprengingu.

Skúli @ 29/6/2006 23.14

Þetta svipar til þess að sá sem skrúfar ekki fyrir gasið á eldavélinni er ábyrgur fyrir sprengingunni, þó svo að það eitt og sér sé ekki nægjanlegt til þess að valda sprengingu.

Og er umhverfi okkar alsett sprengigýgum?

Skúli @ 29/6/2006 23.17

Nei, kjarninn í afstöðu minni, Hjalti, er sá að hófsemin er einnig mótvægi.

1. Hófsöm trú er raunverulegt mótvægi við ofsatrú.
2. Á Norðurlöndum hefur verið hófsöm og frjálslynd kirkja með langstærstan meirihluta íbúanna innan sinna vébanda. Þessi kirkja hefur stundað margvíslega og fjölbreytta starfsemi.
3. Árhif öfgafullra safnaða eru í lágmarki í þessum löndum og hverfandi lítil miðað við það sem gerist t.d. á þeim menningarsvæðum sem Dawkins sjálfur leitar að dæmum í þáttum sínum.

Þetta var ég fyrir löngu búinn að segja. Áhugavert að þú skulir geta grafið upp sömu umræðu löngu framar í þessum 70 aths. hala.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.18

Hún getur allt eins verið mótvægi við öfgatrú eins og dæmin sanna.

Ha? Sanna dæmin að sú skoðun að trú (e. faith) sé dyggð sé mótvægi við öfgatrú?

Skúli @ 29/6/2006 23.20

Já, þú manst – þetta með að hófsöm trú á Norðurlöndum skuli ekki hafa skapað meiri öfgatrú en raun ber vitni. Nema að gýgarnir séu fleiri en ég þekki…

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.23

Er hófsöm trú = sú skoðun að trú (e. faith) sé dyggð?

Matti @ 29/6/2006 23.24

Hér er misskilningur í gangi. Þegar ég sagði:

Mér finnst persónulega að strax megi kalla söfnuð öfgasöfnuð ef þar er t.d. prédikað gegn a)þróunarkenningunni og b) samkynhneigðum. Fleira má eflaust telja til.

átti það ekki að vera endanleg niðurstaða heldur upphaf að umræðu um til að skilgreina slíka hópa. Það liggur í augum uppi að þarna mætti vera eða í stað og. Mér dugar alveg að hópur sé annað hvort á móti hommum eða þróunarkenningu til að skilgreina megi hann sem öfgahóp. Ég myndi vilja bæta við þetta fordómum gagnvart vísindum og efnishyggju en þá væri ég kominn hættulega nálægt biskup Þjóðkirkjunnar og þá væri þessi umræða búin að vera, þannig að ég læt þann flöt eiga sig.

Hvað með KSS Skúli? Er það afsprengi Þjóðkirkjunnar og er það rétt eða rangt hjá mér að fyrir einu eða tveimur árum hafi verið töluvert um öfgatrúmenn á heimasíðu KSS. Eitthvað rámar mig í það. Ég nefni þetta vegna þess að þetta skiptir máli í umræðunni.

Skúli @ 29/6/2006 23.24

u..?

Skúli @ 29/6/2006 23.29

KSS þekki ég nú ekki til hlýtar en ég þekki nokkra einstaklinga sem tilheyra þeim hópi og af kynnum mínum við þá eru þeir engir öfgamenn.

Ok Matti setur eða í stað og (það er nú smá munur…). En hverju breytir það? Við tölum hérna um Dawkins og hann er með fullt af dæmum um viðbjóðslega öfgatrú í þáttunum sínum. Ég tel þetta allt upp í pistlinum á trú.is.

Kannske er umræðan komin aðeins of langt frá uppsprettunni. Ég held að þáttur sem Richard Dawkins hefði tekið upp hér á Norðurlöndum hefði varla orðið eins krassandi eins og sá sem hann tók upp í BNA.

Og ef BNA er undantekning eins og þið þrástagist á – er hann þá ekki að alhæfa út frá frávikinu?

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.30

Er þetta tvennt hið sama?

hófsöm trú
sú skoðun að trú (e. faith) sé dyggð

Því þegar ég spurði þig út í það hvort dæmin sanni að sú skoðun að trú (e. faith) sé dyggð væri mótvægi við öfgatrú fórst þú að tala um að hófsöm trú hefði ekki skapað meiri öfgatrú en raun ber vitni.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.33

Og ef BNA er undantekning eins og þið þrástagist á – er hann þá ekki að alhæfa út frá frávikinu?

Í fyrsta lagi er ef-inu ofaukið þarna. Bandaríkin eru undantekningartilvik í Vestrænum samfélögum.

En hefur Dawkins verið að alhæfa eitthvað?

Skúli @ 29/6/2006 23.34

Ég skil ekki. Hvernig getur “hófsöm trú” verið “sú skoðun að trú sé dygð”?

Ég er ekki viss um að ég þurfi að skilgreina hvað “hófsöm trú” er. Læt nægja að segja að það er trú sem byggir á sátt við vísindi og efnislegar framfarir. Hófsamir trúmenn líta vissulega á sannfæringu sína sem góða og í kristnum skilningi bættu menn trú von og kærleika við dygðarnar gömlu og góðu.

Skúli @ 29/6/2006 23.37

Ok. Dawkins staðhæfir: Trúin er af hinu illa. Svo sýnir hann okkur eitthvað sem heyrir til undantekninga.

Hann segist fjalla um trúarbrögð en hann fjallar í rauninni aðeins um öfgafulla mynd þeirra sem veitir enga mynd af trúarbrögðunum í hefðbundnum skilningi orðsins.

Þegar kemur að greinarmuninum á þessu tvennu – hófsamri trú og öfgatrú – eyðir hann honum með þessari kenningu sinni sem mér finnst ekki standast próf reynslunnar.

Hjalti Rúnar @ 29/6/2006 23.39

Ég held að við séum eitthvað að skilmisa (misskilja ;) ) hvorn annan, ég var ekki að halda því fram að hófsöm trú væri sú skoðun að trú sé dygð. Ég hélt að þú værir að segja það þegar þú svaraðir þessu hérna:

Ha? Sanna dæmin að sú skoðun að trú (e. faith) sé dyggð sé mótvægi við öfgatrú?

…svona:

Já, þú manst – þetta með að hófsöm trú á Norðurlöndum skuli ekki hafa skapað meiri öfgatrú en raun ber vitni.

Hvað um það, nenni ekki meiru í kvöld :D

Matti @ 29/6/2006 23.39

KSS þekki ég nú ekki til hlýtar en ég þekki nokkra einstaklinga sem tilheyra þeim hópi og af kynnum mínum við þá eru þeir engir öfgamenn.

Til að rifja þetta upp, þá var það þannig að á heimasíðu kss var opið spjallborð. Þarna voru nokkrir trúleysingjar að spjalla, t.d. Hjalti og Siggi Hólm. Eitt af því sem fljótt varð ljóst er að ansi mikið af öfgafullu bókstafstrúfólki virtist vera í KSS, bæði meðal krakkanna og svo hinna eldri sem virtust vera að leiðbeina krökkunum.

Skömmu síðar var spjallinu lokað og ég frétti að þessi öfgatrú innan kss hefði verið til vandræða, en það get ég því miður ekki selt dýrar en ég fékk það gefins.

Ég nefni kss til sögunnar því þarna þótti mér gott dæmi þar sem “hófsöm trú” leiðir til “öfgatrúar”, er ekki bóluefni heldur smitefni.

þess má svo geta að þeir ættingjar mínir sem eru í trúflokk sem ég skilgreini sem öfgaflokk eru alin upp í Þjóðkirkjutrú. Bóluefnið virkaði ekki.

Skúli @ 29/6/2006 23.46

Jæja, nú fer þessi hali að nálgast endalokin. Þetta var ágætt og það var á köflum gaman að ræða við ykkur.

Innlegg mitt í þessa umræðu ekki á þá leið að með hófsamri trú mætti með öllu fyrirbyggja öfgar.

Öfgarnar eru víða – íþróttir, pólitík, matur, drykkur, dægradvöl osfrv. – allt getur þetta farið úr böndunum hjá fólki. En við fellum ekki skóginn vegna fáeinna fölnaðra laufblaða – eða hvað?

Látum það vera lokaorðin að sinni.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© skúli.annáll.is · Færslur · Ummæli