skúli.annáll.is

AnnállGreinarPrédikanirSiglinganámskeiðSýnódurSöfnuður

« Valley of Pleasure! · Heim · “Hvar liggja rætur ofsatrúar?” – í opinni dagskrá »

Stíflaðar athugasemdir

Skúli @ 14.37 27/6/06

Ég ákvað að loka fyrir frekari athugasemdir enda voru menn farnir að ræða allt aðra hluti en efni færslunnar gaf tilefni til. Af einhverjum ástæðum hefur þetta ekki komið fram á síðunni og biðst ég velviringar ef fólk hefur skrifað eitthvað til viðbótar orðum Óla Gneista þess efnis að Vantrúarmenn væru á besta aldri og ágætlega menntaðir. Þetta kemur hins vegar skýrar fram í lok hins umræðuhalans.

url: http://skuli.annall.is/2006-06-27/14.37.16/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Jón Valur Jensson @ 28/6/2006 10.47

Þú lézt hér undan þrýstingi, séra Skúli, frá Matthíasi Ásgeirssyni Vantrúarmanni og Carlosi Ferrer, um að eyða athugasemd frá mér, en þar var ásteytingarefni þeirra augljóslega þessi orð: “[Ég] óttast það eitt, að óþroskað, hvasst og á stundum hatursfullt orðbragðið á mörgum samherja Gneistans á Vantrúarnetinu hafi spillandi áhrif, eins og eitur í sálir lesenda. Orð eru til allra hluta fyrst, eins og menn sáu sér til skelfingar í kjölfar áróðurs nazista í Þýzkalandi.” – Þessi orð mín vísuðu til þess, að á vefsíðu þeirra Vantrúarfélaga hafa þeir úthúðað jafnvel Jesú Kristi og Hallgrími Péturssyni, hvað þá öðrum, og sífellt róið undir megnustu óvild gegn kristinni kirkju í nútíð og fortíð. Ef séra Carlos er ósammála þessu mati, getur hann tjáð sig um það.

Skúli @ 28/6/2006 12.47

Sæll og blessaður. Ég henti allri færslunni út vegna þess að ég kæri mig ekki um að fá halarófu af ummælum aftan við þessa athugasemd þína. Þá hef ég afskaplega litla ánægju af því þegar nasisminn er settur inn í samhengið með þeim hætti sem þú gerir – jafnvel þótt tengingin sé óbein.

Mér líkar það jafnilla þegar þeir gera það á sínum heimavelli og botna sannast sagna ekkert í þessum samræðum sem þú hefur tekið þátt í þar. Þessu svara Jón Valur og svo Matti. Ég gef þeim lokaorðin: Jón Valur: “Orð hafa vægi og ábyrgð, Skúli, ég þarf ekki að segja þér það. Þegar lengst er gengið í óvægnum áróðri, þar sem staðreyndum er umsnúið og einstaklingar og hópar ataðir auri (eins og ágætlega var lýst í Reykjavíkurbréfi Mbl. 25. þ.m.), þá mega menn, þegar lengst er gengið, vera minnugir dæmanna um hörmulegar afleiðingar slíkra umræðuhátta, ef umræðu skyldi kalla.” Matti: “(vitnar í mig!) “Mér líkar það jafnilla þegar þeir gera það á sínum heimavelli” Til að gæta allra sanngirni þá var það Snorri í Betel sem á upphafið í þetta skipti og svo Jón Valur sem hélt þeirri umræðu gangandi :-) ps. Af hverju ekki að leyfa umræðu við trú.is pistilinn? ;-) ” Lok lok og læs.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© skúli.annáll.is · Færslur · Ummæli